Velkomin í heimsókn

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur

hefur starfað frá árinu 1995, fyrst undir merkjum Kvennakórs Reykjavíkur og hét þá Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur. Um mitt árið 2000 var ákveðið að allir kórarnir sem störfuðu undir merkjum Kvennakórsins skyldu verða sjálfstæðir kórar. Stofnfundur Kvennakórsins Léttsveitar Reykjavíkur var haldinn 22. september 2000. Fyrsta árið æfði Léttsveitin í húsi Kvennakórsins við Ægisgötu, en síðan í húsi Karlakórs Reykjavíkur, Ými við Skógarhlíð. Á haustdögum 2002 flutti Léttsveitin sig svo um set og æfði í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg fram til september 2018. 

Léttsveitin æfir nú í Safnaðarheimili Háteigskirkju og eru æfingadagar á mánudögum kl. 18.30

Stjórnendur

Stjórnandi Léttsveitarinnar frá hausti 2012 er Gísli Magna.
Undirleikari Léttsveitarinnar frá upphafi var Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Hún lét af störfum vorið 2017 eftir frábærlega farsælt samstarf í 22 ár.
Stjórnandi Léttsveitarinnar frá 1995-2012 var Jóhanna V. Þórhallsdóttir. 

Frá hausti 2018 hefur Tómas Guðni Eggertsson verið undirleikari Léttsveitarinnar og er Léttsveitar fjölskyldan mikið ánægð að hafa fengið hann til samstarfs.

 • Stjórn Léttsveitarinnar starfsárið 2018-2019

  Stjórn Léttsveitarinnar.
  Formaður:
  Rannveig Þorvaldsdóttir 1.alt
  Varaformaður:
  Dagbjört Lára Ottósdóttir 1.sóp
  Gjaldkeri:
  Hildur Pétursdóttir 1.sóp
  Ritari:
  Hrefna Magnúsd 1.sóp
  Meðstjórnandi:
  Berglind Víðisdóttir 2.sóp

  Netfang stjórnar:
  lettstjorn@gmail.com


 • Umfjöllun um Léttsveitina og Lellu

 • Vortónleikar

  Vortónleikar Léttsveitarinnar verða að þessu sinni í Háskólabíói þann 9.maí 2019 kl. 20.00.
  Við lagavalið fer Léttsveitin aftur til áratugarins eftir stríðið milli 1950 og 1960, þegar mikil fjölbreytni var í gangi bæði í tísku og tónlist og út í hinum stóra heimi var verið að semja lög af allt öðrum toga en hér heima. Þetta var áratugurinn þegar SKT danslagakeppnin var vinsæll atburður, Óskalög sjúklinga hóf göngu sína í útvarpi og Kaninn hóf útsendingar.
  Stjórnandi Léttsveitarinnar er Gísli Magna og um hljómsveitarstjórn og píanóleik sér Tómas Guðni Eggertsson. Hljómsveitina skipa auk hans Þorgrímur Jónsson á bassa, Pétur Valgarð Pétursson á gítar, Scott McLamore á trommur og Matthías Stefánsson á fiðlu.
  Gestir Léttsveitarinnar verða hin stórskemmtilegu Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnars.
  Þetta verður sannkölluð stórveisla. Forsala er hafin og verður miðaverð í forsölunni kr. 3.900. Fullt verð þegar forsölu lýkur verður kr. 4.500. Sætin í Háskólabíói eru númeruð svo það þarf enginn að ryðjast en hægt að ná uppáhaldssætunum ef heppnin er með ykkur. Miðasala fer fram hjá kórkonum og einnig er hægt að hafa samband í gegnum netfangið lettmidar@gmail.com.
  Við hlökkum til að sjá ykkur :-)

Við erum

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur

Háteigsvegi 27-29 (Safnaðarheimili Háteigskirkju)

105 Reykjavík

Pósthólf 4008

Sími 862 6434

lettsveitreykjavikur@gmail.com

Léttsveitin á Facebook

Léttsveitin á Instagram