Velkomin á heimasíðu okkar

Léttsveit Reykjavíkur

hefur starfað frá árinu 1995, fyrst undir merkjum Kvennakórs Reykjavíkur og hét þá Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur. Um mitt árið 2000 var ákveðið að allir kórarnir sem störfuðu undir merkjum Kvennakórsins skyldu verða sjálfstæðir kórar. Stofnfundur Kvennakórsins Léttsveitar Reykjavíkur var haldinn 22. september 2000. Fyrsta árið æfði Léttsveitin í húsi Kvennakórsins við Ægisgötu, en síðan í húsi Karlakórs Reykjavíkur, Ými við Skógarhlíð. Á haustdögum 2002 flutti Léttsveitin sig svo um set og æfði í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg fram til september 2018. 

Léttsveitin æfir nú í Safnaðarheimili Háteigskirkju og eru æfingadagar á mánudögum kl. 18.30

Stjórnendur

Stjórnandi Léttsveitarinnar frá hausti 2012 er Gísli Magna.
Undirleikari Léttsveitarinnar frá upphafi var Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Hún lét af störfum vorið 2017 eftir frábærlega farsælt samstarf í 22 ár.
Stjórnandi Léttsveitarinnar frá 1995-2012 var Jóhanna V. Þórhallsdóttir. 

Frá hausti 2018 hefur Tómas Guðni Eggertsson verið undirleikari Léttsveitarinnar og er Léttsveitar fjölskyldan mikið ánægð að hafa fengið hann til samstarfs.

 • Stjórn Léttsveitarinnar starfsárið 2018-2019

  Stjórn Léttsveitarinnar.
  Formaður:
  Rannveig Þorvaldsdóttir 1.alt
  Varaformaður:
  Dagbjört Lára Ottósdóttir 1.sóp
  Gjaldkeri:
  Hildur Pétursdóttir 1.sóp
  Ritari:
  Hrefna Magnúsd 1.sóp
  Meðstjórnandi:
  Berglind Víðisdóttir 2.sóp

  Netfang stjórnar:
  lettstjorn@gmail.com


 • Umfjöllun um Léttsveitina og Lellu

 • Starfsárið 2019-2020

  Léttsveitin er komin úr góðu sumarfríi og farin að æfa á fullu fyrir komandi vetur.
  Margt spennandi og skemmtilegt framundan, enda Léttsveitin 25 ár á næsta ári.

Við erum

Léttsveit Reykjavíkur

Háteigsvegi 27-29 (Safnaðarsal Háteigskirkju)

105 Reykjavík

Pósthólf 4008

Sími 862 6434

lettsveitreykjavikur@gmail.com

Léttsveitin á Facebook

Léttsveitin á Instagram