Léttur 1999

Sumarsveifla Léttsveitarinnar var haldin í Íslensku óperunni á sumardaginn fyrsta 22. apríl 1999 kl. 17 og 20. Á efnisskránni voru íslensk ljóð og dægurlög, flest í frábærum      útsetningum Aðalheiðar. Gestur okkar á þeim var tónleikum var Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal, auk hljóðfæraleikaranna Árna Scheving, Péturs Grétarssonar, Óskars Guðjónssonar og Tómasar R. Einarssonar. Myndin sem notuð var í auglýsingunni er eftir Björgu Atla myndlistakonu sem er í Léttsveitinni.

Léttsveitarkonur voru 101 talsins þetta vorið.

Efnisskrá tónleikana 


Umsögn í Mbl. 25. apríl 1999 - PDF - HTML

 

Aðalfundur

Haldinn var aðalfundur í lok vorannar. Skipt var út í stjórn. Var þeim sem úr stjórn gengu þökkuð góð störf og færðar gjafir. Úr stjórn gengu þær Þóra Sæunn Úlfsdóttir, Gerður H. Hafsteinsdóttir, Særún Ármannsdóttir og Friðgerður Benediktsdóttir og inn komu þær Þóra Minerva Hreiðarsdóttir, Sigríður Friðþjófsdóttir, Ingigerður Konráðsdóttir og Eygló Eiðsdóttir. Anna Axelsdóttir var sú eina sem sat áfram 

Stjórn Léttsveitarinnar haust 1999 til hausts 2000

Þóra Mínerva Hreiðarsdóttir, 2. sópran, formaður
Sigríður Friðþjófsdóttir, 2. sópran, varaformaður 
Ingigerður Konráðsdóttir, 2. sópran, gjaldkeri
Eygló Eiðsdóttir, 1. alt, ritari
Anna Axelsdóttir


Stjórn Léttsveitarinnar 1999-2000 á góðri stund á Suðurnesjum.
Ingigerður, Eygló, Þóra, Anna og Sigríður Friðþjófs.

 

Göngurhópurinn byrjaði strax í lok vorannar og var að þessu sinni gengið frá Laugardalnum. Lauk sumrinu í ágúst með piknik í garðhúsinu í Laugadal þar sem ekki var hægt að vera undir berum himni vegna rigningar.
 

Farið var í útilegu Léttsveitarinnar síðustu helgina í júlí. Haldið var í Galtalæk og tjaldað undir Brík og mættu Léttsveitarkonur með maka, börn, barnabörn og hunda. Allir skemmtu sér vel í ágætis veðri.

 
Í nóvember 1999 sótti Léttsveitin Suðurnesjamenn heim. Haldnir voru tónleikar í Njarðvíkurkirkju sem tókust með ágætum. Eftir tónleikana hélt Kvennakór Suðurnesja okkur mikla matarveislu í Innri-Njarðvík og skemmtu allir sér ljómandi vel og var mikið fjör.