Léttur 2001

Hið árlega nýárspartí var haldið heima hjá Önnu Tryggva 13. janúar 2001. Konur mættu með ýmislegt góðgæti að heiman, drukku í hófi og sungu af hjartans list.


Vorönn hófst 16. janúar. Örfáar nýjar konur bætast í hópinn, þó nokkar hafi einnig hætt.

Léttsveitarkonur eru þetta vorið 110 talsins.

 


 

 

Föstudaginn 2. mars var árshátíð Léttsveitarinnar haldin í Agoges-salnum, Sigtúni 3. Hljómsveitin Nátthrafnar lék fyrir dansi og ýmis skemmtiatriði voru í boði.


 

Vortónleikar Léttsveitar Reykjavíkur sem báru yfirskriftina "Suður um höfin" voru haldnir í tónlistarhúsinu Ými, Skógarhlíð 20, á sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 20.00, laugardaginn 21. apríl kl. 17.00 og þriðjudaginn 24. apríl kl. 20.00. Efnisskráin var suðræn og spænsk í bland við íslensk og ensk lög.4KLASSÍSKAR komu fram með kórnum. Auk þess spiluðu með okkur hljóðfæraleikararnir, með píanóleikara Léttsveitarinnar í broddi fylkingar, Einar Kristján Einarssson, gítar, Kristinn Árnason, gítar og Jón Skuggi, bassi. Á slagverk spilaði Stína bongó, sem er ein Léttsveitarkvenna og einsöng söng Ása Bjarnadóttir, einnig í Léttsveitinni. Léttsveitin kom fram í nýjum kórkjólum á vortónleikum sínum. Kjólarnir eru hannaðir af Elínu Eddu Árnadóttur, búningahönnuði hjá Þjóðleikhúsinu.
Tónleikarnir voru hljóðritaðir fyrir Léttsveitarkonur til hlustunar.

Efnisskrá tónleikana 
Fréttatilkynning frá fjölmiðlanefnd


Léttsveitin fór í ferð á Grundarfjörð og Stykkishólm dagana 5.-6. maí. Haldnir voru sameiginlegir tónleikar með Lögreglukór Reykjavíkur í Grundarfjarðarkirkju. Húsfyllir var á tónleikunum og hyggja kórarnir á frekara samstarf eftir vel heppnaða tónleika.

 


Vorönn lauk með slútti í Ými þriðjudaginn 8. maí. Allar konur komu með eitthvað smáveigis til átu og síðan var sungið og farið með gamanmál af ýmsu tagi. Ingibjörg Péturs samdi skemmtilegan brag um ferðina til Grundarfjarðar og Stykkishólms.

Bragurinn hennar Bimbu 

 


Léttsveitin söng á tónleikum Lögreglukórs Reykjavíkur í Seltjarnarneskirkju 19. maí.


Haustönn hófst 11. september, daginn sem heimurinn breyttist.

 


 

  

 Sungið var í Glerárkirkju á Akureyri í október 2001

 

Akureyri

Tónleikaferð á Akureyri 13.-14. október. Sungið var í Glerárkirkju. Með okkur í för var Tómas R. Einarsson, bassaleikari. 

Efnisskrá tónleikana 

Léttsveitin á Akureyri (trúlega hafa samt ekki allar farið norður)  

Fréttatilkynning frá fjölmiðlanefnd 

Umsögn úr Mbl. okt. 2001


 

Aðalfundur Léttsveitarinnar var haldinn 16. október í Ými. Kosin var ný stjórn. Út úr stjórn gengu þær Þóra Mínerva Hreiðarsdóttir, formaður og Eygló Eiðsdóttir ritari. Nýjar í stjórn voru kosnar María Björk Viðarsdóttir, gjaldkeri og Þórkatla Aðalsteinsdóttir, ritari. Nýr formaður var kjörin Margrét Þorvaldsdóttir, sem áður gegndi stöðu gjaldkera.

Stjórn Léttsveitarinnar haust 2001 - haust 2002
Margrét Þorvaldsdóttir, 1. sópran, formaður
Elín Stella Gunnarsdóttir, 1. alt, varaformaður
María Björk Viðarsdóttir, 2. alt, gjaldkeri
Elín Sigríður Jósepsdóttir, 2. sópran
Þórkatla Aðalsteinsdóttir, 1. sópran, ritari

Stjórn Léttsveitarinnar í æfingabúðum í Munaðarnesi 2002. 
Frá vinstri: María Björk, Elín Sigríður, Margrét formaður, Þórkatla og Elín Stella.


Léttsveitin kom fram í sérstakri dagskrá "Laugardagskvöldið á Gili" í Ými ásamt með 4klassískum, Harmonikusveitinni Storminum og Karlakórnum Fóstbræðrum sem haldið var í Ými 27. október.


 

Jólatónleikar

Jólatónleikar Léttsveitarinnar voru haldnir í Bústaðakirkju 15. og 16. desember kl. 17.00. Jóhanna stjórnaði að venju og Aðalheiður spilaði á píanóið. Auk þess spilaði með okkur Tómas R. Einarsson, bassaleikari. Gestir tónleikanna voru Sigurjón Jóhannesson, tenór og Bjöllukór Bústaðakirkju sem Jóhanna stjórnar. Uppselt var á tónleikana og tókust þeir ágætlega.

Efnisskrá tónleikana  

Umsögn um tónleikana Mbl. 19. des. 2001