Léttur 2014

Fyrsta kóræfing vorannar var þriðjudaginn 7. janúar og byrjað að æfa fyrir vortónleika.

Léttur eru 134 í upphafi vorannar og hafa aldrei verið fleiri.

Fréttatilkynningar 2014

 


Laugardaginn 15.feb var haldið grímuball í Skarfinum við Sundahöfn. Ekki var nú mætingin góð, en þær furðuverur sem mættu skemmtu sér konunglega og dönsuðu eins og enginn væri morgundagurinn. Skemmtiatriði voru frá hverri rödd og verðlaun veitt fyrir flottustu búningana. Diskó og djamm eins og Léttsveitinni er einni lagið. 


Langur laugardagur 15. mars í Fóstbræðraheimilinu og æft fyrir vortónleikana.


 

Vortónleikar í Norðurljósasal Hörpu

Vortónleikar í Norðurljósasal Hörpu í apríl 2014

Vortónleikarnir

Vortónleikar Léttsveitarinnar voru haldnir í Norðurljósasal Hörpu miðvikudaginn 9. apríl fyrir fullu húsi. Gestir á þessum tónleikum voru stelpurnar í Ylfu og einsöngvari var Kolbrún Vökudóttir sem söng dásamlega á táknmáli. Vel heppnaðir og skemmtilegir tónleikar.

Efnisskrá tónleikana


Meginhluti Léttsveitarinnar hélt á kóramót á Akureyri helgina 9.-11. maí. Léttsveitin tók þátt í Spunasmiðju og Þjóðlagasmiðju. Stíf dagskrá en það voru glaðar og ánægðar konur sem komu heim eftir vel heppnaða ferð norður. Eftir ferðina er sumarfrí en næsta haust hefst 20. starfsár Léttsveitarinnar og þá verður gaman.


 

Fyrsta æfing vetrarins var þriðjudaginn 2. september.

Stjórn frá hausti 2015

Sigþóra Sigþórsdóttir, 1. sópran, formaður 
Særún Ármannsdóttir, 2. sópran, gjaldkeri
Anna Sigurjónsdóttir, 2. sópran
Jóhanna Marína Baldursdóttir, 1. sópran
Sigríður Sigurlína Pálsdóttir, 1. sópran 

 

Langur laugardagur, æfingadagur Léttsveitarinnar, var haldinn 1. nóvember í Fóstbræðraheimilinu. Æft var fyrir væntanlega jólatónleika 6. desember nk. Góður dagur.

Kántrý og kósíheit

Kantrý og kósíheit, fjáröflunardagur Léttsveitarinnar var haldinn 15. nóvember í Fóstbræðraheimilinu. Ýmis skemmtiatriði voru á dagskránni, Þór Breiðbjörð og Jóhanna Þórhallsdóttir sungu og auðvitað steig Léttsveitin á stokk og söng tvö lög af jóladagskránni. Ýmis varningur var til sölu og mæting var góð. Viðburðanefndin, Berglind, Harpa, Sólrún, Ásdís og Rakel eiga hrós skilið fyrir frábæra skipulagningu.


 

Jólatónleikar Langholtskirkju

Jólatónleikar Léttsveitarinnar sem báru yfirskriftina "Sveinki sjarmur" voru í Langholtskirkju laugardaginn 6. desember kl. 14.00 og 17.00. Einsöngvari með Léttsveitinni var Anna Sigríður Helgadóttir. Hljóðfæraleikarar auk Aðalheiðar Þorsteinsdóttur voru Tómas R. Einarsson og Kjartan Guðnason. Rólegir og kósí tónleikar.

Efnisskrá tónleikana


Léttsveitin lauk svo árinu með því að syngja nokkur jólalög á Grensásdeild Landspítala 22. desember