Jan. 3, 2019

Jólatónleikar Léttsveitarinnar verða í Langholtskirkju laugardaginn 8. desember 2018, kl. 14.00 og 16.30. Gestasöngvari verður Pálmi Gunnarsson.

Miðaverð er kr. 3.500,-. Miðaverð er kr. 3.500,-. Miða má nálgast hjá kórkonum eða senda okkur tölvupóst í netfangið lettmidar@gmail.com

Jan. 3, 2019

Gleðilega jólahátíð

Elsku vinir og velunnarar,

Léttsveitin þakkar af öllu hjarta stuðninginn og hvatninguna til að gera sitt besta. Ennfremur viljum við þakka innilega fyrir komuna á jólatónleikana okkar þann 8. des s.l. Mikið var gaman að sjá alla og mikið skemmtum við okkur vel.

Léttur og Létti fara nú í jólafrí, en mæta kát og glöð til nýrra spennandi verkefna, mánudaginn 7. jan 2019.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Nov. 27, 2018

Jólatónleikar

Við æfum nú af kappi fyrir jólatónleikana sem haldnir verða í Langholtskirkju þann 8. desember kl. 14.00 og kl. 16.30. Tónleikarnir bera yfirskriftina Glitra ljósin og er miðaverð kr. 3.500,-
Kórkonur eru að selja miða en einnig má nálgast miða í gegnum netfangið lettmidar@gmail.com. Við hlökkum til að syngja fyrir ykkur.

Sep. 24, 2018

Aðalfundur Léttsveitarinnar

Aðalfundur Léttsveitarinnar var haldin í nýjum húsakynnum mánudaginn 24. september 2018.
Fundurinn var hefðbundinn....formaður flutti skýrslu stjórnar, gjaldkeri lagði fram reikninga og sköpuðust fjörugar umræður í kringum það.
Úr stjórn gengu þær Ragna Birna Baldvinsdóttir og Margrét Grétarsdóttir og í þeirra stað komu inn Berglind Víðisdóttir og Hildur Pétursdóttir.

Sep. 3, 2018

Nýtt upphaf

Léttsveitin hefur flutt sig um set eftir tæplega 16 ára veru í Fóstbræðrarheimilinu að Langholtsvegi 109.
Ýmsar ástæður voru fyrir þessum flutingum, en húsnæðið hentaði okkur ekki lengur. Við fengum augastað á safnaðarheimili Háteigskirkju og gengum til samninga við safnaðarstjórn s.l sumar. Það er ekki auðvelt að finna húsnæði sem hentar 120 kvenna kór og láta allt passa og eitt af því sem Léttsveitin varð að aðlaga sig að voru nýir æfingadagar og gekk það alveg glimrandi vel fyrir sig.
Við erum himinlifandi ánægðar með nýja staðinn okkar, samstarfsfólkið okkar í Háteigssókn sem eru ljúflingar upp til hópa og vilja allt fyrir okkur gera. Við deilum nú enn á ný æfingahúsnæði með Karlakór Reykjavíkur og hlökkum til samstarfsins.