Fréttatilkynning des 2007

Tómas R. Einarsson

| Tónlist | 4.desember 2007| 1 mynd

Kórtónleikar

Jólasveifla Léttsveitar Reykjavíkur

KVENNAKÓRINN Léttsveit Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika sína í Bústaðakirkju í kvöld og á fimmtudaginn kl. 20. Flutt verða íslensk og erlend jólalög, m.a. Gloria eftir Michael Bojesen og jólalög eftir Ingibjörgu Þorbergs. Einsöngvari með kórnum er Hlín Pétursdóttir og píanóleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttur. Stjórnandi kórsins er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Stína Bongó leikur á trommur og Tómas R. Einarsson á bassa.

Léttsveitin er 100 kvenna kór sem hefur starfað í Reykjavík í 12 ár.