top of page
20220428_212649 (1).jpg

Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur hóf æfingar 19. september 1995 undir hatti Kvennakórs Reykjavíkur.

 

Stjórnandi kórsins var Jóhanna V. Þórhallsdóttir og píanóleikari kórsins Aðalheiður Þorsteinsdóttir.

Æft var í húsi Kvennakórs Reykjavíkur við Ægisgötu á þriðjudagskvöldum. Á efnisskránni voru íslensk og erlend lög í léttari kantinum.

Fyrstu tónleikar Léttsveitarinnar voru haldnir í 3. desember 1995 í húsi Kvennakórs Reykjavíkur við Ægisgötu. Á efnisskránni voru ýmis lög auk nokkurra jólalaga. Húsfyllir var af vinum og vandamönnum og skemmtu allir sér vel.


Stjórnandi Léttsveitarinnar frá árinu 2012 er Gísli Magna
Undirleikari kórsins er Arnhildur Valgarðsdóttir 

Léttsveitin æfir í Safnaðarheimili Háteigskirkju og er aðalæfing á mánudögum

frá kl. 18.30 - 21.00

Raddæfingar eru á miðvikudögum frá kl. 17.30 -19.00

Finnst þér gaman að syngja? Þá er heppnin með þér því Léttsveitin getur nú bætt við sig nokkrum nýjum konum.

Miðvikudaginn 13. sept n.k verður haldin opin æfing fyrir allar áhugasamar konur í safnaðarsal Háteigskirkju kl. 17.30 þar sem þú getur kynnst því hvernig kórastarf fer fram og um leið kynnst því hversu gaman það er að vera í kór :)

Kíktu endilega á okkur eða sendu okkur póst á lettstjorn@gmail.com hafir þú áhuga á að slást í hópinn 

Júní 2023

Næsta stóra og skemmtilega verkefni Léttsveitarinnar er fyrirhuguð ferð til Slóvakíu nú í lok september

Um 60 konur hafa skráð sig til fararinnar.

Alltaf langað til að syngja í kór?

Viltu prófa hjá okkur?

Okkur finnst alltaf gaman að kynnast nýju fólki og ef þú ert kona á aldrinum 20-50 ára værum við alveg til í að heyra frá þér.

Sendu okkur línu hér

Maí 2023

Landsmót íslenskra kvennakóra var haldið í Reykjavík dagana 4.-6. maí 2023.

bottom of page