Sunnudaginn 6. október 1996 hélt Léttsveitin uppskeru- og kompukarnival á Ægisgötunni. Þar var seld fersk og spennandi uppskera, s.s. sultur, saft, kartöflur og rófur. Ennfremur drógu Léttsveitarkonur fram ýmislegt spennandi úr kompum sínum og kjöllurum og gerðu allir góð kaup þennan dag. Boðið var upp á rjúkandi kaffi og ilmandi vöfflur og Léttsveitin tók nokkur lög.
Fyrsta utanlandsferðin
Þann 19. nóvember 1996 voru tónleikar á Ægisgötunni. Flutt voru þau lög sem höfð voru í farteskinu á leið okkar til Írlands nokkrum dögum síðar.
Í nóvember 1996, rúmu ári eftir stofnun Léttsveitarinnar, var svo farið
í fyrstu utanlandsferðina. Farið var til Dublin á Írlandi og sungið þar í tveimur kirkjum. Ferðin heppnaðist vel í alla staði og
konurnar kynntust betur og nánar en áður.