Léttur 2006
Fyrsta æfing á nýju ári var þriðjudaginn 10. janúar
Langur laugardagur var haldinn 25. febrúar í húsi Læknafélagsins. Æft fyrir Kúbuferð.
Árshátíð Léttsveitarinnar var haldinn í Auðbrekkunni í Kópavogi laugardaginn 25. mars. Veislustjóri var Védís Skarphéðinsdóttir og fór hún algjörlega á kostum. Ýmis skemmtiatriði, m.a. hljómsveit nokkurra Létta og leikþáttur að hætti Bimbu og félaga. Salsahljómsveit með Tómas R. í broddi fylkingar lék fyrir dansi og tók Jóhanna að sjálfsögðu lagið með þeim. Þema að þessu sinni var auðvitað Kúba.
Kúba
Á annan í páskum mánudaginn 17. apríl hélt Léttsveitin ásamt mökum og öðru fylgdarliði til Kúbu.
Ótrúleg þátttaka var í þessari ferð og lagði Léttsveitin undir sig heila Flugleiðavél. Flogið var beint til Havana án millilendingar og tók flugið um 8 tíma. Og Kúba var auðvitað bara æðisleg. Tókum þátt í alþjóðlegu kóramóti, fórum í ótrúlegustu ferðir og drukkum í okkur menningu kúbverja sem er algjörlega einstök. Komið aftur heim 25. apríl eftir dásamlegt ævintýri.
Vortónleikar Langholtskirkju
Vortónleikar Léttsveitar Reykjavíkur sem báru yfirskriftina "Heitar frá Havana" voru haldnir í Langholtskirkju þriðjudaginn 16. maí og föstudaginn
19. maí.
Flutt voru m.a. verk eftir Hróðmar Sigurbjörnson við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur, lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð
Jónasar Hallgrímssonar, lög og ljóð eftir bassaleikarann Tómas R. Einarsson, ásamt kúbönskum, spænskum og enskum lögum. Hljóðfæraleikarar voru Ásgeir Steingrímsson,
Eggert Pálsson, Tómas R. Einarsson og Stína bongó, ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur. Stjórnandi var að sjálfsögðu Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
Léttsveitarútilegan var að þessu sinni á Hellu á Rangárvöllum aðra helgina í júlí, þ.e. 7.-9. júlí. Ótrúlega góð þátttaka var þetta árið en um 85 manns, léttur, viðhengi, börn og barnabörn mættu á svæðið og skemmtu sér vel í besta veðri þessa júlímánaðar, sól og blíða alla dagana. Aðeins voru nefnilega 6 rigningarlausir dagar í júlí. Margir gistu í kofum á Rangárbökkum en annars í tjöldum, tjaldvögnum, fellihýsum og ein léttan var með minieinbýlishús með sér. Grillað og tjillað langt fram eftir nóttu og allir skemmtu sér vel.
Fyrsta æfing á haustönn var þriðjudaginn 12. september í Fóstbræðraheimilinu.
Kosning í nefndir fór fram á æfingu 3. október og gekk kosning vel eins og alltaf.
Aðalfundur
Stjórn Léttsveitarinnar haust 2006-haust 2007 frá vinstri:
Herdís, Freyja, Sigrún, Oddný og Elísabet.
Aðalfundur Léttsveitar Reykjavíkur var haldinn 10. október. Freyja Önundardóttir formaður las skýrslu formanns og fór yfir viðburðarríkt afmælisár. Lagðir voru fram ársreikningar og fór gjaldkerinn Elísabet Grettisdóttir yfir þá með dyggri hjálp frá Maríu Björk Viðarsdóttur. Kosning í stjórn fór fram og úr stjórn gekk Willa Möller og í hennar stað kom inn í stjórn Oddný Sigsteinsdóttir. Síðan voru á dagskrá "önnur mál" og voru umræður líflegar og skemmtilegar, m.a. varð til ný nefnd "Þýðingarnefnd". Fundarstjóri og fundarritari voru Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir og Eygló Eiðsdóttir.
Stjórn Léttsveitarinnar haust 2006 - haust 2007
Freyja Önundardóttir , 1. sópran, formaður
Sigrún Birgisdóttir, 1. sópran, varaformaður
Elísabet Grettisdóttir, gjaldkeri
Herdís Eiríksdóttir, 2. sópran, ritari
Oddný Sigsteinsdóttir, 2. alt
Dekur og djamm
Hinn árlegi dekur og djammdagur Léttsveitarinnar var haldinn í sal Bridgesambandsins í Síðumúla laugardaginn 18. nóvember. Ýmis varningur var á boðstólum og svo auðvitað skemmtiatriði í sérflokki. Magga Stína söng fyrir okkur Megas af algjörri snilld og dansflokkurinn Vatnaliljurnar dönsuðu eins og þeim einum er lagið. Kennsla í afro og síðan uppboð á ýmsum eðalkjörgripum sem runnu út. Veislustjóri og kynnir var okkar ágæta Bimba. Eins og alltaf mikið djammað og dekrað eins og alltaf á þessum frábæra degi.
Jólatónleikar Langholtskirkju
Jólatónleikar Léttsveitarinnar Nú ljóma aftur ljósin skær í Langholtskirkju
ásamt góðum gestum: fimmtudaginn 7. des kl. 20.00 og laugardaginn 9. des kl.16.00
Þorvaldur Þorvaldsson söngur
Ásgeir Steingrímsson trompet
Tómas R. Einarsson bassi
Kristín Jóna Þorsteinsdóttir slagverk
Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó
Stúlkna- og Kammerkór
Bústaðakirkju
Stjórnandi
Jóhanna Þórhallsdóttir