top of page

Vortónleikar 2023

Léttsveit Reykjavíkur heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju 18. & 19.apríl n.k. og hefjast þeir báðir kl.19:30
Sérstakur gestur er hin frábæra Sigga Beinteins.

Yfirskrift tónleikanna er KONA þar sem sungin verða lög sem eru þekkt fyrir að hafa verið flutt og mörg þeirra samin af söngkonum, innlendum sem erlendum.
Meðal þeirra sem prýða þennan lista eru Lay Low, GDRN, Guðrún Gunnars ásamt Whitney Houston, Cyndi Lauper og Joni Mitchell, svo einhverjar séu nefndar.

Stjórnandi er Gísli Magna og hljómsveitarstjórn er í höndum Arnhildar Valgarðsdóttur.
Miðasala hefst miðvikudaginn 22. mars með forsölu til 3. apríl. Nálgast má miða hjá kórkonum og á netfanginu lettmidar@gmail.com

Verð í forsölu: Kr. 4.600 Eftir forsölu: Kr. 5.200

Forsíðabaksíða vor 2023.png
bottom of page